Um Íslensku æskulýðsrannsóknina

Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Menntavísindastofnun innan Menntavísindasviðs Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007.  

 

Niðurstöður verða birtar í mælaborði um farsæld barna, sem mennta- og barnamálaráðuneyti mun birta á haustmánuðum 2023. 

 

Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungmenna og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun aðila sem koma að þjónustu og umönnun barna og ungmenna.

Grundvöllur verkefnisins liggur einnig í að skapa aðstæður til snemmbærs inngrips og stuðnings við börn og fjölskyldur þeirra og styðja við innleiðingu löggjafar um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021. 

Starfsmenn

Ragný Þóra Guðjohnsen – Faglegur stjórnandi

Hans Haraldsson – Gagnagrunnur og vefforrit

Unnar Geirdal Arason – Aðferðafræðingur

Ingimar Guðmundsson -Verkefna- og kynningarstjóri Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar