Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er framkvæmd af rannsóknarteymi ÍÆ á Menntavísindasviði Háskóla Íslands fyrir Mennta– og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007.

 

ÍÆ safnar gögnum um sýn barna og ungs fólks á stöðu ýmissa farsældarþátta í þeirra eigin lífi. Rannsóknin er lögð fyrir árlega í grunnskólum, annað hvert ár í framhaldsskólum og reglulega hjá ungu fólki utan skóla. Spurt er til dæmis um skólastarf, íþrótta– og tómstundaiðkun, samskipti við uppalendur, heilbrigði – líkamlegt og andlegt, notkun nikótíns, áfengis og annarra vímuefna, félags– og efnahagslega stöðu fjölskyldu, félagstengsl, notkun samfélagsmiðla og upplifun af ofbeldi.

 

Niðurstöður nýtast til að kortleggja farsæld barna og ungs fólks á hverjum tíma og gagnast því vel bæði í stefnumótun en jafnframt við að forgangsraða inngripum og þjónustuúrræðum til handa börnum, ungu fólki og fjölskyldum þeirra í samræmi við lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021.

 

Niðurstöður rannsóknarinnar eru að lokinni úrvinnslu birtar í skólaskýrslum til þátttökuskóla á grunnskólastigi og framhaldsskólastigi ef þátttaka skólans er næg, sveitarfélagsskýrslum vegna grunnskólakönnunar og í landsskýrslu á vefsíðu ÍÆ www.iae.is öllum án endurgjalds. Þá eru ákveðnir farsældarvísar rannsóknarinnar nýttir í Mælaborði um farsæld barna.

ÍÆ teymið Verkaskipting
Faglegur stjórnandi
Tölfræðingur; grunnskólakönnun ÍÆ, gagnaafgreiðslur, HBSC
Aðferðafræðingur, framhaldsskólakönnun ÍÆ, ESPAD
Ingimar Guðmundsson
Samskipti við skóla/sveitarfélög og kynningar